Tilvistarkreppa og hægfara dauðastríð

June 14, 2017 | Autor: Hrafnkell Larusson | Categoria: Media History, Iceland
Share Embed


Descrição do Produto

Á Austri í fréttaleit á Stöðvarfirði, 2. júní 1993. Feðginin Hanna Björk Albertsdóttir og Birgir Albertsson hreinsa þara úr grásleppunetum. Ljósmynd: Arndís Þorvaldsdóttir. Eigandi myndar: Ljósmyndasafn Austurlands.

Hrafnkell Lárusson

Tilvistarkreppa og hægfara dauðastríð - um endalok síðustu yfirlýstu flokksmálgagnanna [Sir Humphrey Appelby] „The only way to understand the press is to remember that they pander to their readers prejudices.“1

Á

Á

8. og 9. áratug 20. aldar skapaðist ítrekað umræða um eignarhald og rekstrarform fjölmiðla á Íslandi og áhrif þessara þátta á starfsemina. Umræðan hverfðist um tvö meginviðfangsefni. Annars vegar var tekist á um stöðu einkarekinna ljósvakamiðla (útvarps og sjónvarps) gagnvart Ríkisútvarpinu, sem var eini íslenski ljósvakamiðill landsins frá stofnun árið 1930 og fram á miðjan 9. áratuginn. Hins vegar voru átök um forsendur blaðaútgáfu. Þar tókust á þeir sem héldu fram málstað „frjálsra og óháðra“ dagblaða og forsvarsmenn málgagna stjórnmálaflokkanna, sem verið höfðu ríkjandi á íslenskum blaðamarkaði um langt skeið. Fyrrnefndu átökin snerta ekki viðfangsefni þessarar greinar, en öðru gegnir um þau síðarnefndu.

1

Vef. „A conflict of intrest“, Yes, prime minister. Series two. http:// www.youtube.com/watch?v=DGscoaUWW2M [Sótt 20. febrúar

Á því tímabili sem hér verður til umfjöllunar (síðustu tveimur áratugum 20. aldar) urðu miklar breytingar á fjölmiðlaumhverfinu, bæði hér á landi og í nágrannalöndunum. Þetta er tímabil nær samfelldra vandræða hjá prentmiðlum, sem áttu margir í verulegum erfiðleikum undir lok 20. aldar. Fyrir þau blöð sem lifðu þá erfiðleika af og önnur sem síðan hafa bæst við hefur staðan lítið batnað á 21. öldinni og í mörgum tilvikum hafa erfiðleikarnir þróast yfir í undanhald. Fram til þess tíma sem markar upphaf þeirrar rannsóknar sem þessi grein byggir á (ársins 1985) voru Austurland og Austri einu svæðismiðlarnir í Múlasýslum2 sem komu út með reglubundnum hætti til langs tíma. Önnur blöð sem gefin voru út frá byrjun 6. áratugar 20. aldar og fram á 9. áratuginn lifðu stutt eða höfðu óreglulega útgáfutíðni. Í þessari grein 2

Þegar rætt er um Austurland sem landshluta í þessari grein er einungis átt við Múlasýslur, en ekki Austur-Skaftafellssýslu.

2014. Samtal Jim Hackers og Sir Humphreys um áhrif dagblaða og hvernig þau velja að sinna sínu hlutverki].

83

Múlaþing

verður sjónum því beint að starfsemi Austra og Austurlands, einkum þó að tildrögum þess að útgáfu beggja blaða var hætt í byrjun þessarar aldar.

Stutt ágrip af sögu blaðaútgáfu á Austurlandi Útgáfa prentaðra blaða á Austurlandi hófst á Eskifirði árið 1877 með útgáfu Skuldar, en ritstjóri þess blaðs var Jón Ólafsson síðar alþingismaður og hálfbróðir Páls Ólafssonar skálds og alþingismanns. Skuld var gefin út í þrjú ár en í október 1880 kom síðasta tölublaðið út. Þar með lauk starfsemi prentsmiðjunnar á Eskifirði en nýir eigendur fluttu hana til Seyðisfjarðar og hófu þar í árslok 1883 útgáfu blaðsins Austra (1883–1888).3 Aukinn kraftur komst í austfirska blaðaútgáfu á síðasta áratug 19. aldar. Þá hófst útgáfa Austra (1891–1917), Framsóknar (1895– 1901) og Bjarka (1896–1904), en öll voru þau blöð gefin út á Seyðisfirði. Á þessum árum komu að útgáfu blaða á Austurlandi einstaklingar sem áttu síðar eftir að verða landsþekktir. Auk Jóns Ólafssonar, sem áður var nefndur, má í því sambandi geta Þorsteins Erlingssonar skálds og Þorsteins Gíslasonar ritstjóra.4 Útgáfa svæðisblaða á Austurlandi var næsta samfelld fram til ársins 1930, þegar Hænir (1923–1930) hætti að koma út‘. Árið 1951 var prentsmiðjan Nesprent stofnuð í Neskaupstað og sama ár var vikublaðið Austurland stofnað í bænum. Það reis á grunni samnefnds málgagns norðfirskra sósíalista sem gefið var út á árunum 1942– 1949. Aðalfrumkvöðull að stofnun Austurlands var Bjarni Þórðarson bæjarstjóri í Jón Þ. Þór: „Upphaf prentlistar á Austurlandi. Jón Ólafsson og

3

Auglýsing á forsíðu fyrsta tölublaðs Skuldar árið 1877. Blaðið var hið fyrsta sem gefið var út á Austurlandi. Það var þó ekki eiginlegt svæðisblað heldur landsmálablað og var það kynnt fyrir lesendum sem íslenskt þjóðmenningarblað fyrir fréttir, stjórnmál, landshagsmál, fróðleik, skemmtun og ýmsar ritgjörðir.

Neskaupstað. Hann starfaði við útgáfu blaðsins í 30 ár.5 Árið 1956 hóf Austri svo göngu sína. Blaðið var gefið út í Neskaupstað og kom út hálfsmánaðarlega til að byrja með. Framsóknarmenn stóðu að útgáfunni og sóttu þeir nafn blaðsins til eldri blaða með sama nafni, sem áður höfðu verið gefin út á Austurlandi.6 Austri flutti starfsemi sína í Egilsstaði árið 1976 og var gefinn út þar allt til þess er blaðið 5

Guðjón Friðriksson: Nýjustu fréttir! Saga fjölmiðlunar á Íslandi

6

[Án höfundar] „Fylgt úr hlaði“, Austri, 1. tbl., 1. árg. (1. nóvember

Skuldarprentsmiðja“, Tímarit Máls og menningar, 3.-4. h., 31. árg. (1970), s. 319-320 og 350 (s. 318-352). Böðvar Kvaran: Auðlegð Íslendinga. Brot úr sögu íslenzkrar

4

bókaútgáfu og prentunar frá öndverðu fram á þessa öld, Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík 1995, s. 203-210.

84

frá upphafi til vorra daga, Iðunn, Reykjavík 2000, s. 185. 1956), s. 1.

Tilvistarkreppa og hægfara dauðastríð

í sjálfboðavinnu að mestu eða öllu leyti. Bjarni Þórðarson starfaði t.a.m. launalaust sem ritstjóri Austurlands í rúman aldarfjórðung frá stofnun blaðsins. Þó megindrifkraftur útgáfu bæði Austra og Austurlands væri pólitískur var markmið aðstandendanna ekki síður að miðla almennum fréttum og öðrum upplýsingum til lesenda.8

Bjarni Þórðarson var aðalfrumkvöðull að stofnun Austurlands. Hann starfaði að útgáfu blaðsins í 30 ár frá stofnun þess árið 1951. Ljósmyndari óþekktur. Eigandi myndar: Skjala- og myndasafnið í Neskaupstað.

var lagt niður. Austurland var alla tíð gefið út í Neskaupstað. Það er áhugavert m.t.t. til fólksfæðar og erfiðra samgangna á landi, víða á Austurlandi fram eftir 20. öld, hversu samfelld blaðaútgáfa hefur verið í landhlutanum frá því að Skuld hóf göngu sína á Eskifirði árið 1877. Útgáfa var nær óslitin fram til ársins 1930 en frá þeim tíma og fram til 1950 kom hins vegar kafli þar sem útgáfan var slitrótt og lá niðri um tíma. Hefðin hafði þó skapast og því var þrýstingur til staðar undir lok 5. áratugarins að stofna svæðisblað.7 Upp úr þeim jarðvegi risu Austurland árið 1951 og Austri árið 1956. Þessi blöð voru fyrstu tvo áratugina rekin fyrst og fremst af hugsjón og starfað að þeim

Rannsókn á austfirskri fjölmiðlun Rannsóknin sem þessi grein byggir á var unnin á vegum Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands, en greinarhöfundur var starfsmaður hennar frá sumri 2013 og fram á vordaga 2014. Rannsóknin fjallaði um svæðisbundna fjölmiðlun almennt, en hverfist þó mest um austfirska svæðismiðla. Hún beindist annars vegar að þremur svæðisblöðum sem komu út á Austurlandi á árabilinu 1985–2010, og hins vegar að ljósvakamiðlum á svæðinu á sama tímabili.9 Vikublöðin Austri og Austurland hófu útgáfu nokkru fyrir upphaf þessa tímabils og störfuðu til aldamóta, en Austurglugginn (sem enn er gefinn út) hóf göngu sína árið 2002 eftir að hin blöðin tvö höfðu lagt upp laupana. Eftir að vinna við rannsóknina fór af stað kom brátt í ljós að skriflegar heimildir um austfirska fjölmiðlun, á því tímabili sem um ræðir, eru af skornum skammti. Úr efni blaðanna má vitanlega lesa ýmislegt um starfsemi þeirra en þess utan voru það fyrst og fremst fundargerðir kjördæmisfélaga Framsóknarflokksins og Alþýðubandalagsins í Austurlandskjördæmi (sem áttu vikublöðin Austra og Austurland) sem var á að byggja,

Bjarni Þórðarson: „Austurland 25 ára“, Austurland. Málgagn

8

Alþýðubandalagsins á Austurlandi, 32. tbl., 26. árg. (31. ágúst 1976), s. 1 og 5; Guðjón Friðriksson: Nýjustu fréttir!, s. 185. 9

[Útgefandi] „Til lesenda“, Austurland. Málgagn Sósíalista á

7

Austurlandi, 1. tbl., 1. árg. (31. ágúst 1951), s. 1.

Greinarhöfundur hlaut starfsstyrk frá Hagþenki, félagi höfunda fræðirita og kennslugagna, til að vinna þessa grein upp úr rannsókninni. Er Hagþenki hér með þakkaður stuðningurinn.

85

Múlaþing

auk stöku niðurstöðugagna um rekstur blaðanna.10 Vegna þess hve skriflegar heimildir voru brotakenndar og höfðu takmarkað skýringargildi varðandi daglega starfsemi blaðanna, tengsl þeirra við samfélagið og hvernig þeim var stýrt frá degi til dags, var ákvaðið að leita annarra leiða við heimildaöflun. Brugðið var á það ráð að leita eftir upplýsingum hjá fyrrum starfsmönnum blaðanna.11 Meginheimildirnar sem hér er stuðst við um starfsemi Austra og Austurlands eru því svör við spurningakönnun og viðtöl sem ég átti við nokkra af forsvarsmönnum blaðanna. Spurningakönnunin var lögð fyrir valið úrtak fyrrum starfsmanna blaðanna í september 2013 og viðtölin voru tekin í nóvember og desember 2013 og í janúar 2014.12

Þau skjöl sem ég byggi þennan hluta rannsóknarinnar á eru flest

10

varðveitt í Héraðsskjalasafni Austfirðinga. Jón Kristjánsson, fyrrum ritstjóri Austra, og Smári Geirsson, fyrrum ritnefndarmaður og ritstjóri Austurlands, lánuðu mér báðir gögn úr eigin skjalasafni sem tengjast starfsemi blaðanna. Kann ég þeim báðum þakkir fyrir aðstoðina. 11

Greinarhöfundur starfaði sem blaðamaður á Austra frá júní 1998 til ágúst 1999. Á þeim tíma myndaði ég tengsl við samstarfsfólk á Austra og einnig við þáverandi starfsmenn Austurlands. Þau tengsl nýttust vel við þessa rannsókn, ekki síst varðandi heimildaöflun. Þrátt fyrir að hafa starfað á Austra vísa ég ekki til eigin reynslu sem heimilda í rannsókninni heldur leitaðist ég við að halda ákveðinni fjarlægð frá viðfangsefninu og taka mér stöðu sem hlutlægur rannsakandi.

12

Spurningakönnunin var send 36 viðtakendum. 24 þeirra störfuðu á austfirskum prentmiðlum og 12 á ljósvakamiðlum. Svarhlutfall var 78%. Tekin voru viðtöl við 12 einstaklinga. Af þeim störfuðu sex við ljósvakamiðla, fjórir við prentmiðla og tveir við hvort tveggja. Við val á viðmælendum var mest litið til þess að ræða við þá sem hefðu víðtækasta reynslu af fjölmiðlun og væru jafnvel

Tilgangur með útgáfu Til að rísa og styrkjast þurfa fjölmiðlar stoðir til að hvíla á. Einhver þarf að vilja stofna fjölmiðilinn, eiga hann og reka. Fjölmiðillinn þarf líka að vera valkostur í augum væntanlegra áskrifenda/lesenda sem og auglýsenda. Í seinni tíð hefur vægi auglýsenda aukist þar sem fjölmiðlar samtímans sækja meginhluta sinna tekna í gegnum auglýsingar. En þrátt fyrir það þarf almenningur að sýna áhuga á því efni sem fjölmiðillinn býður upp á. Ef tekst að vekja áhuga eru líkur á að almenningur, hagsmunaaðilar og stjórnvöld séu viljug til að tjá sig í fjölmiðlinum, sem aftur eflir ritstjórnarlega stöðu hans. Þeir þættir sem hér eru tilgreindir virka svo hver á annan. Í þessu samhengi hefur verið talað um „upplagsþyril“ og „glötunarsvelg“ fréttablaða. Sú myndlíking byggir á kenningu um upp- eða niðursveiflu fréttablaða og samverkun efnis, auglýsinga og lesturs í því sambandi. Aukning eða samdráttur í einum þessara þátta er líkleg til að hafa áhrif á hina og framkalla ris eða fall. Aðrir þættir, t.d. utanaðkomandi fjárstuðningur, geta líka haft áhrif.13 Fyrsta spurning viðtalanna við fyrrum starfsmenn austfirskra svæðisblaða, sem tekin voru vegna rannsóknarinnar, snerist um tilganginn með útgáfu blaðsins og hvað hefði vegið þyngst í því sambandi. Jón Kristjánsson var ritstjóri Austra frá 1975 og þar til blaðið hætti að koma út árið 2000. Stóran hluta þess tímabils var hann þó fjarri útgáfunni löngum stundum vegna starfa sinna sem alþingismaður og því fór útgáfustjóri jafnan með daglega stjórn Austra en viðkomandi var þó í reglulegum samskiptum við ritstjórann. Jón segir að hagsmunir útgefandans, Kjördæmissambands Framsóknarflokksins í Austurlandskjördæmi, hafi verið númer eitt og verið hvatinn að því að blaðið

enn starfandi við fjölmiðla. Jafnframt var leitast við að ná bæði til brottfluttra viðmælenda sem og þeirra sem búsettir eru á Austurlandi.

86

13

Þorbjörn Broddason: Ritlist, prentlist, nýmiðlar, Háskólaútgáfan, Reykjavík 2005, s. 40.

Tilvistarkreppa og hægfara dauðastríð

var gefið út. Það var af pólitískri rót runnið og meginmarkmiðið að breiða út málstað Framsóknarflokksins í kjördæminu. „En menn voru alltaf með það í huga að það skipti máli fyrir samfélagið að hafa einhvern vettvang til skoðanaskipta og þar sem hægt væri að nálgast fréttir af svæðinu. Það var önnur meginstoðin en hvatinn var tvímælalaust pólitískur.“14 Tilgangur útgáfu vikublaðsins Austurlands var margþættur að sögn Smára Geirssonar. En hann var viðloðandi blaðið frá 8. áratugnum og fram til loka útgáfu þess (bæði sem ritnefndarmaður og ritstjóri). Blaðið var pólitískt og var þar með nýtt til að flytja ákveðinn boðskap, þó það væri ekki endilega gert í hverri viku. Íþróttafrétt í Austurlandi, 22. júní 2000. Hulda Elma Eysteinsdóttir Smári segir blaðið helst hafa fengið blakkona úr Þrótti valin besti uppgjafarinn í landsleik við Möltu. sinn pólitíska lit þegar dró að Ljósmyndari og eigandi myndar: Reynir Neil. kosningum. Þess á milli mátti finna vott af honum í leiðaraskrifum og innsendum árin 1998–2003. Þeir Jón og Smári eiga það greinum. Það var Alþýðubandalagið á Austur- því sammerkt að hafa bæði starfað við blöðin landi sem stóð að útgáfu blaðsins. Smári segir og verið hluti þess pólitíska baklands sem stóð að yfirleitt hafi Austurland verið almennt að útgáfu þeirra. Aðrir sem hér er vitnað til fréttablað sem lagði metnað sinn í umfjöllun úr hópi fyrrum starfsmanna blaðanna tveggja um austfirsk málefni.15 höfðu ekki eins sterka tengingu við stjórnÞeir Jón Kristjánsson og Smári Geirsson málaflokkana, voru jafnvel án flokkstengsla, störfuðu báðir í stjórnmálum um langt skeið. þrátt fyrir að starfa hjá flokksmálgagni. Jón og Jón var alþingismaður (og síðar einnig ráð- Smári eru sérstaklega kynntir til sögunnar hér herra) fyrir Framsóknarflokkinn í Austur- vegna þess hve stórt hlutverk þeirra beggja var landskjördæmi (og síðar Norðausturkjör- í starfsemi blaðanna. Þeir eru einnig „fyrirdæmi) á árunum 1984–2007. Smári var bæjar- ferðarmestu“ heimildamenn greinarhöfundar fulltrúi og forseti bæjarstjórnar í Neskaupstað og þeirra vitnisburður því mjög sýnilegur í og síðar Fjarðabyggð (fyrst fyrir Alþýðu- greininni. bandalagið og síðar Fjarðalistann) á árunum 1982–2010, en auk þess var Smári formaður Yfirráð yfir fjölmiðlum stjórnar Sambands sveitarfélaga á Austurlandi Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur og fyrrum blaðamaður, greinir markmið íslenskra fréttaog umræðublaða í þrennt. Í fyrsta lagi þegar Viðtal. Höfundur við Jón Kristjánsson, 4. nóvember 2013. blöðin eru hluti valdakerfisins þar sem Viðtal. Höfundur við Smára Geirsson, 22. janúar 2014. 14 15

87

Múlaþing

forræðishyggja og einræði ríkja og hafa þá það hlutverk að vernda valdakerfið, viðhalda því og styrkja. Þetta eigi við um flest blöð sem út komu á Íslandi um og upp úr aldamótunum 1800 (t.d. Klausturpóstinn, Sunnanpóstinn og Reykjavíkurpóstinn, en þau blöð voru öll gefin út af embættismönnum). Í öðru lagi sé svokölluð „föðurleg umhyggja“ sem einkennist af því að blöðin telji það hlutverk sitt að hafa bein áhrif á skoðanir lesenda og vernda þá fyrir „óæskilegum“ skoðunum. Flest blöð á Íslandi frá síðari hluta 19. aldar og mestalla 20. öld falla undir þessa skilgreiningu að mati Guðjóns og gildir þá einu hvort þau voru í eigu einstaklinga, félaga eða stjórnmálaflokka. Í þriðja lagi séu fjölmiðlar sem gefnir eru út til að bera sig fjárhagslega og efni þeirra stjórnast af markaði hverju sinni.16 Við þessa skilgreiningu Guðjóns mætti svo bæta fjórða flokknum sem innihéldi prentmiðla í samtímanum sem eru hlutar stærri viðskiptaheilda eða eigendur þeirra sjá hagsmuni í því að halda þeim í starfsemi án þess að hagnaður sé af rekstrinum. Hann einkennist jafnvel af viðvarandi hallarekstri. Dagblöð og fréttablöð á Íslandi, hvort heldur svæðis- eða landsmálablöð, á árabilinu 1985–2010 myndu samkvæmt skilgreiningu Guðjóns Friðrikssonar lenda ýmist í flokk tvö eða þrjú – sum jafnvel í báða. Flokksmálgögn báru ákveðin merki „föðurlegrar umhyggju“ enda hlutverk þeirra að halda á lofti ákveðnum málstað og tala gegn andstæðum skoðunum. Þó áðurgreind flokkun sé vissulega nokkur einföldun er þó ágætt að hafa hana til hliðsjónar. Með því að bera hana saman við fjölmiðlun þessa tíma sem hér er fjallað um sést að skiptingin í flokksmálgögn og „frjáls og

óháð“ blöð er ekki eins einföld og stundum var af látið. Austri og Austurland lenda t.d. bæði í flokkum 2 og 3 samkvæmt greiningu Guðjóns. Þau voru flokksmálgögn sem rekin voru sem fyrirtæki og lifðu meira og minna á auglýsingatekjum. Ef til vill mætti með sama hætti (en undir öðrum formerkjum) setja suma markaðsfjölmiðla samtímans, sem hafa duldar pólitískar tengingar, í báða þessa flokka.

Krafa um breytingar Meginhluta 20. aldar voru flest fréttablöð landsins flokksmálgögn sem endurspegluðu stefnu viðkomandi stjórnmálaflokks. Þetta hafði áhrif á viðhorf fólks til trúverðugleika (hlutlægni) blaðanna en leiddi á tíðum til snarpra skoðanaskipta milli blaða. Flokkstengslin mynduðu á hinn bóginn bakland varðandi áskrifendur, þar sem flokksfélagar voru hvattir til að kaupa málgagnið.17 Slíkt bakland var ekki til staðar hjá einkareknum svæðisblöðum, en á móti kom að ýmsir sem ekki keyptu flokksmálgögn voru reiðubúnir að gerast áskrifendur að blaði sem var ótengt stjórnmálaflokkum. Sá hópur virðist hafa farið stækkandi eftir því sem tíminn leið. Guðjón Friðriksson segir að meginmunurinn á flokksmálgögnum á landsbyggðinni og óháðu svæðisblöðunum hafi verið að þau síðartöldu voru atvinnufyrirtæki en við hin fyrrnefndu hafi flokksmenn oftast starfað í sjálfboðavinnu. Guðjón tiltekur þó sérstaklega að Austurland sé eini landsfjórðungurinn þar sem flokksmálgögnin hafi haldið velli mun lengur. Hjá Austurlandi og Austra hafi viðleitnin verið sú að ástunda hlutlæga fréttamennsku, ýta undir skoðanaskipti og einskorða pólitískan áróður við leiðara.18 Meginástæða

Guðjón Friðriksson: „Tímabil flokksfjölmiðla – ris og hnig“,

17

Íslenska söguþingið 28.-31. maí 1997, Ráðstefnurit I, ritstjórar

18

16

Guðmundur J. Guðmundsson og Eiríkur K. Björnsson, Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands og Sagnfræðingafélag Íslands, Reykjavík 1998, s. 305 (s. 305-316).

88

Þorbjörn Broddason: Ritlist, prentlist, nýmiðlar, s. 55. Guðjón Friðriksson: Nýjustu fréttir!, s. 257-260.

Tilvistarkreppa og hægfara dauðastríð

Jón Kristjánsson var ritstjóri Austra í aldarfjórðung. Frá 1975 og til þess er blaðið hætti að koma út árið 2000. Ljósmyndari óþekktur. Eigandi myndar: Ljósmyndasafn Austurlands.

þess að austfirsku flokksmálgögnin lifðu svo lengi var sú að á 8. og 9. áratugnum tóku þau að breyta sér í atvinnufyrirtæki í stað þess að reiða sig á sjálfboðastarf. Samhliða færðist ritstjórnaráherslan yfir á upplýsingagjöf og almennan fréttaflutning. Eignarhald blaðanna breyttist þó ekki. Stjórnmálaflokkarnir stóðu áfram að baki þeirra. Eitt af því sem var þyrnir í augum þeirra sem héldu fram málstað hinnar „frjálsu pressu“ á 8. og 9. áratug 20. aldar voru útgáfustyrkirnir sem stjórnmálaflokkar landsins fengu og voru oftar en ekki nýttir til að styrkja útgáfu flokksmálgagna. Misjafnt var þó í hve miklum mæli flokksmálgögn á landsbyggðinni nutu góðs af þessum styrkjum. Bæði Austurland og Austri reiddu sig mest á áskriftir, lausasölu og auglýsingar í sinni tekjuöflun. Ákveðinn munur á þessu fólst þó í að Austurland var alltaf með töluverða lausasölu en Austri litla. Á hinn bóginn fékk Austri stundum útgáfustyrk frá Framsóknar-

flokknum. Þegar best lét námu þeir styrkir um 5-10% af árstekjum blaðsins. Sum ár fékkst enginn styrkur. Austurland fékk aldrei slíka styrki þó svo að Alþýðubandalagið hafi, eins og aðrir stjórnmálaflokkar þessa tíma, fengið fjármuni frá ríkinu til að veita útgáfustyrki. Fleiri leiðir voru þó til fjármögnunar. Tveir úr hópi fyrrum starfsmanna Austurlands benda á að e.t.v. megi skilgreina sumar auglýsingar ákveðinna fyrirtækja sem styrki til blaðsins.19 Um þetta segir Smári Geirsson: Þessir auglýsendur [sem langflestir voru í Neskaupstað] sáu sér hag í því að þetta blað kæmi út. Það væri auglýsingavettvangur sem flytti fréttir úr samfélaginu, þ.á m. af því sem varðaði starfsemi auglýsendanna. Blaðið kom út reglulega og hafði gert það um áratugaskeið og auglýsendur, 19

Spurningakönnun. Svar Sigurðar Ólafssonar, 18. september 2013; Svar Steinþórs Þórðarsonar, 19. september 2013.

89

Múlaþing

sem ekki voru endilega hliðhollir Alþýðubandalaginu, vildu stuðla að því að blaðið væri til staðar áfram. Til dæmis ef blaðið lenti í fjárhagskröggum þá var oft leitað til stærstu auglýsendanna og þeir studdu blaðið með því að auglýsa meira eða oftar en þeir höfðu kannski þörf fyrir. Það var í raun stuðningur við útgáfuna.20

Þó tími flokksmálgagna sé formlega liðinn fer því fjarri að hagsmunatengsl fjölmiðla við samfélagið séu úr sögunni. Blaðamenn og ritstjórar eru eftir sem áður oft í þeirri stöðu að lenda milli eigandans sem greiðir þeim laun og þeirra sem þeir telja sig vinna í þágu, þ.e. almennings og lesenda.21 Þó opinberar styrkveitingar til blaðaútgáfu hafi verið aflagðar hér á landi er ekki svo í mörgum af nágrannalöndunum (þar eru þær hins vegar jafnan beinn stuðningur við fjölmiðla en ekki sem útgáfustyrkir til stjórnmálaflokka). Stjórnvöld víða á Vesturlöndum, þ.á m. á Norðurlöndum, hafa stutt við svæðisbundna blaðaútgáfu í þeirri viðleitni að koma í veg fyrir blaðadauða sem rekja má til auglýsingamismunar. Þetta hefur borið nokkurn árangur en þessi styrkjakerfi eru þó víðast mjög umdeild og hefur því verið haldið fram að þau leiði til mismununar og að blöðin verði háð ríkisvaldinu til viðbótar því að vera háð eigendum sínum.22 Ritstjórar íslenskra svæðisblaða virðast skiptast nokkuð í tvö horn í afstöðu sinni til blaðastyrkja, samkvæmt niðurstöðu könnunar sem gerð var árið 2010.23 Viðtal. Höfundur við Smára Geirsson, 22. janúar 2014.

20

Þorbjörn Broddason: Ritlist, prentlist, nýmiðlar, s. 45-50.

21

Þorbjörn Broddason: Ritlist, prentlist, nýmiðlar, s. 52.

22 23

Vef. Þröstur Ernir Viðarsson: „Héraðsfréttablöð. Staða og framtíð eftir efnahagshrun“, Lokaverkefni við Hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri, Akureyri 2010, s. 29.

http://skemman.is/stream/get/1946/5856/14908/1/ Héraðsfréttablöð_-Staða_og_framtíð_eftir_efnahagshrun.pdf. [sótt 3. desember 2013].

90

Austri og Austurland: Eignarhald, umgjörð og afskipti eigenda Vikublaðið Austurland var í eigu kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins á Austurlandi, en Alþýðubandalagsfélagið í Neskaupstað sá um útgáfu blaðsins og var kosið í ritnefnd á aðalfundi félagsins. Hlutverk ritnefndar var að veita ritstjóra/framkvæmdastjóra aðhald varðandi rekstur og efni blaðsins, en einnig var algengt að blaðstjórnarmenn skrifuðu leiðara. Austri var í eigu Kjördæmissambands Framsóknarflokksins á Austurlandi og rekinn af því. Blaðstjórn var kosin á kjördæmisþingum. Hún fylgdist með rekstri blaðsins og samþykkti reikninga þess. Á kjördæmisþingum flutti fulltrúi blaðstjórnar skýrslu um starfsemi blaðsins, en svipað fyrirkomulag var viðhaft á aðalfundum kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins varðandi útgáfu Austurlands. Síðustu tvo áratugi útgáfu Austra virðist blaðstjórn þess ekki hafa verið ætlað neitt ritstjórnarlegt hlutverk og virkni hennar var mismikil. Bæði voru blöðin rekin sem áskriftar- og/eða lausasölublöð og studdist rekstur þeirra löngum mest við þær tekjur. Gagnrýnin sem beindist að flokksmálgögnum á 9. áratug 20. aldar var oftar en ekki vegna (meintra eða raunverulegra) afskipta stjórnmálamanna af útgáfunni. Fyrrum starfsmenn Austra og Austurlands eru almennt sammála um að bein afskipti hafi verið lítil á þeirra blöðum. Helst virðast blaðstjórnirnar hafa haft hlutverk varðandi umsjón með rekstri og fjárhag blaðanna og eins er nefnt að þær hafi komið að mannaráðningum. Það kom þó ekki í veg fyrir að óflokksbundið fólk væri ráðið í störf ritstjóra og blaðamanna. Eftir að Austri og Austurland breyttust í fyrirtæki með fasta starfsmenn var það ekki í verkahring pólitíska baklandsins að hafa bein afskipti af efnistökum og ritstjórn, þar réðu blaðamenn og ritstjórar (eða staðgenglar þeirra). Tveir af fyrrum starfsmönnum

Tilvistarkreppa og hægfara dauðastríð

Smári Geirsson átti sæti í ritnefnd Austurlands frá 1980 og til loka útgáfu blaðsins, eða í rúm 20 ár. Hann tók auk þess nokkrum sinnum á þessu tímabili að sér ritstjórn blaðsins. Ljósmynd: Gunnar Gunnarsson. Eigandi myndar: Austurglugginn.

manna viðkomandi flokka í kjördæminu til þjóðmála og málefna er snertu Austurland sérstaklega. Jón Kristjánsson segir að þegar hann hóf aðkomu að útgáfustarfi hafi málgögn stjórnmálaflokkanna enn verið allsráðandi í íslenskum blaðaheimi. En á 8. og 9. áratugnum hafi flokksmálgögnin þróast, farið frá því að vera hörð pólitísk málgögn í að vera almennari og opnari. Hann minnist þess að hafa á fyrri árum fengið skammir fyrir að hleypa pólitískum andstæðingum í Austra með greinar en undir lok útgáfu blaðsins þótti slíkt sjálfsagt.26 Hin pólitíska umgjörð blaðanna var þeim bæði styrkur og veikleiki. Styrkur í því tilliti að blöðin áttu sér ákveðið bakland í flokkunum en veikleiki gagnvart tiltrú samfélagsins sem m.a. birtist í því að sumir auglýsendur veigruðu sér við að auglýsa í blöðunum af ótta við að fá á sig pólitískan stimpil.27 Þó áhrif stjórnmálanna á útgáfu Austra og Austurlands færu minnkandi með árunum þá reyndu blöðin ekki að leyna uppruna sínum og hann markaði viðhorf margra íbúa til þeirra, bæði á jákvæðan og neikvæðan hátt.

Austurlands minnast afskipta af ritstjórn blaðsins en segjast báðir hafa upplifað það sem aðhald fremur en að í því hafi falist ógn við ritstjórnarlegt sjálfstæði.24 Svarendur úr hópi fyrrum starfsmanna Austra kannast ekki við bein afskipti fulltrúa eigenda blaðsins af ritstjórn þess.25 Aðspurðir um óbein áhrif segja svarendur að þau sé erfitt að meta. Tilvist ritnefnda/blaðstjórna og það að málefni blaðanna væru til umræðu á fundum kjördæmisfélaga flokkanna voru starfsmönnum að sjálfsögðu vel kunn sem og viðhorf forsvars-

Tilburðir til að sameina kraftana Árið 1995 voru 15 svæðisblöð starfandi í landinu og af þeim töldust 13 óháð stjórnmálaflokkum. Einu flokksmálgögnin í þessum hópi sem enn lifðu voru Austri og Austurland.28 Í spurningakönnuninni var m.a. spurt um orsakir þess að útgáfu Austra og Austurlands var hætt. Smári Geirsson bendir á að erfiðara hafi orðið eftir því sem nær dró aldamótum að ná í auglýsingar í Austurland. Áður fyrr þekkti fólk varla annað en flokkspólitísk málgögn, bæði landshlutablöð og dagblöð,

24

Spurningakönnun. Svar Aðalbjörns Sigurðssonar, 30. september 2013; Svar Steinþórs Þórðarsonar, 19. september 2013.

Viðtal. Höfundur við Jón Kristjánsson, 4. nóvember 2013.

26

Viðtal. Höfundur við Jón Kristjánsson, 4. nóvember 2013;

27

Spurningakönnun. Svar Haraldar Bjarnasonar, 26. september

Spurningakönnun. Svar Sólveigar Dagmar Bergsteinsdóttur,

25

2013; Svar Aðalbjörns Sigurðssonar, 30. september 2013.

29. september 2013; Svar Halldóru G. Guðlaugsdóttur, 22. september 2013.

28

Vef. Þröstur Ernir Viðarsson: „Héraðsfréttablöð“, s. 16.

91

Múlaþing

en sá sterki áróður sem var gegn flokksmálgögnum undir lok 20. aldar hjálpaði til við að gera útgáfu blaða eins og Austurlands erfiða. „Við ræddum þessa hluti oft við aðstandendur Austra. Við vorum því búnir að ræða það oft á 10. áratugnum að svæðisblöðin á svæðinu [Eystrahorn á Höfn í Hornafirði þar með talið] tækju höndum saman og stofnuðu nýja útgáfu sem að yrði ekki flokkspólitísk. Heldur yrði þarna stofnað til fréttablaðs sem væri jafnframt málgagn Austurlands sem landshluta.“29 Litið var til þess að það væri eingöngu í aðdraganda kosninga sem blöðin aðgreindu sig hvert frá öðru. Markmiðið var að búa til blað sem væri öflugra en þau blöð sem fyrir voru og gæti betur þjónað sínu hlutverki. „En svo var spurt hvað gerum við ef upp koma pólitísk deilumál og svarið var að þá yrðu hagsmunir Austurlands að ráða för. Nú er reyndar svo að menn eru ekki alltaf sammála um hverjir séu hagsmunir Austurlands í hverju máli. Sem er eðlilegur hlutur. En í langflestum tilvikum eru menn sammála.“30 Þessi þróun gekk þó frekar hægt, eins og rakið verður hér á eftir, en stofnun Austurgluggans árið 2002 var á vissan hátt afrakstur þessarar umræðu og enduróm hennar má greina í fyrsta tölublaði Austurgluggans. Þar birtust ávörp frá ýmsum velunnurum blaðsins en í þeim verður fólki tíðrætt um mikilvægi blaðsins sem málsvara svæðisins.31

Hinn langi aðdragandi sameiningar Á fundi blaðstjórnar Austra þann 22. nóvember 1989 voru margvíslegar hugmyndir á lofti varðandi útgáfumál eystra. Samkvæmt fundargerð virðast sjálfstæðismenn á Austurlandi þá hafa haft í bígerð að hefja útgáfu fríblaðs sem dreift yrði í hvert hús í fjórðungnum. Hvort sem sú var raunin eður ei þá varð ekki Viðtal. Höfundur við Smára Geirsson, 22. janúar 2014.

29

af þeirri útgáfu. Sjálfir voru Austramenn að velta fyrir sér útgáfu auglýsingablaðs sem væri með heildreifingu í fjórðungnum. Á fundinum var líka rætt um hugmyndir um sameiningu Austra og Austurlands. Um það er eftirfarandi bókað: Broddi [Bjarnason, formaður blaðstjórnar Austra] sagði frá hugmyndum alþýðubandalagsmanna um samvinnu við Austra um útgáfu. Broddi fjallaði einnig um hugmyndir manna um útgáfu á sterku óháðu blaði sem yrði gefið [út] af sjálfstæðu útgáfufyrirtæki. [...] Broddi upplýsti að samráðsfundur verði haldinn fljótlega við Alþýðubandalagið um sameiginlega útgáfu. Miklar efasemdir komu fram um ágæti þess að af samvinnu við pólitíska andstæðinga geti orðið, en ekki þótti annað fært en að tala við mennina, svona rétt fyrir kurteisis sakir.32

Af bókunni má sjá að lítill áhugi var innan blaðstjórnar Austra á sameiginlegri útgáfu blaðs með alþýðubandalagsmönnum. Undanfari þessarar bókunar var sá að rúmum mánuði fyrr (14. október 1989) var haldinn aðalfundur Kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins á Austurlandi. Þar kom Smári Geirsson fram með þá hugmynd að koma á fót óháðu blaði sem starfandi útgáfufyrirtæki á svæðinu kæmu að. Þetta mætti ákveðinni andstöðu en fékk líka jákvæðar undirtektir. Samkvæmt bókun í fundargerð skýrði Smári hugmynd sína á þann hátt að aðstandendur nýs blaðs yrðu „þeir aðilar sem að hinum fyrrverandi blöðum standa, en ráðinn yrði ritstjóri sem allir gætu sætt sig við. ... Fyrir kosningar gætu svo flokkarnir gefið út sérblöð ef þeir vilja.“33

Héraðsskjalasafn Austfirðinga [hér eftir HerAust]: Stofn 39, Fra

32

Viðtal. Höfundur við Smára Geirsson, 22. janúar 2014.

30

Austurglugginn, 1. tbl., 1. árg. (31. janúar 2002).

31

2 (2) [gjörðabók blaðstjórnar Austra 1988–2000]. HerAust: Stofn 14, Alþb. 7 (1) [fundargerðabók kjördæmisráðs

33

Alþýðubandalagsins á Austurlandi 1988-1996].

92

Tilvistarkreppa og hægfara dauðastríð

Hugmynd Smára má skilja svo að hann hafi séð fyrir sér nýtt blað sem stjórnmálaflokkar stæðu að baki en væri engu að síður „óháð“ í því tilliti að það nyti fulls ritstjórnarlegs sjálfstæðis og pólitísk skrif yrðu einungis í formi innsendra greina, ekki leiðara eða fastra pistla. Undirliggjandi er sú von að með þessu formi útgáfu muni skapast samkeppni milli stjórnmálaflokkanna að koma skoðunum sínum á framfæri á sameiginlegum vettvangi og það muni auka virkni flokksmanna við greinaskrif og e.t.v. áhuga almennings á stjórnmálum. Á áðurnefndum aðalfundi kjördæmisráðsins var ritnefnd Austurlands falið að taka útgáfuna til gagngerrar endurskoðunar m.t.t. þróunar í fjölmiðlun á undanförnum árum. Ári síðar (1990) var óskað heimildar til að halda áfram þreifingum um stofnun fjórðungsblaðs. Þær viðræður virðast hins vegar hafa runnið út í sandinni því árið 1991 er á aðalfundi kjördæmisráðsins bókað að endurskoða þurfi rekstur Austurlands. Sameiginleg útgáfa er þar ekki nefnd.

Umræðan heldur áfram Í fundargerðum blaðstjórnar Austra á 10. áratugnum sér þess reglulega stað að upp koma umræður um breytingar á rekstrarfyrirkomulagi blaðsins. Rætt var um stofnun hlutafélags um útgáfuna og eins voru uppi raddir innan raða Kjördæmissambands Framsóknarflokksins að hætta útgáfu Austra eða koma henni af sér á einhvern hátt.34 Svipaðar umræður áttu sér stað innan Kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins en strax árið 1992 var því hreyft á þeim vettvangi hvort stofna ætti hlutafélag um rekstur blaðsins.35

Umræða um nýtt fjórðungsblað skaut aftur upp kollinum um miðjan 10. áratuginn. Á aðalfundi kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins í október 1995 voru málefni Austurlands til umræðu og þar kom á ný fram sú skoðun að sameina ætti Austurland og Austra. Rökin eru gamalkunnug en bent er á að slík blaðaútgáfa væri líkleg til að efla samfélagsumræðu og að hún kæmi ekki í veg fyrir sérstaka blaðaútgáfu stjórnmálaflokka í aðdraganda kosninga.36 Tveimur árum síðar kom málið aftur til tals á aðalfundi kjördæmisráðs og er þá bókað að sameiningarviðræður milli Austurlands og Austra séu í gangi.37 En hver voru viðhorf starfsmanna blaðanna til hugmynda um sameiningu þeirra? Steinþór Þórðarson, sem var ritstjóri Austurlands á árunum 1995–1997, lýsir stöðunni í austfirskri blaðaútgáfu um miðjan 10. áratuginn svo: Austri hafði barist við fjárhagsvanda en Austurlandi hélst illa á ritstjórum. Strax í minni tíð var komin upp sameiningarumræða og meira að segja var nafnið „Austurglugginn“ komið í umræðuna strax þá. Þessi umræða var drifin áfram af starfsfólki blaðanna sem sá fyrir sér miklu skemmtilegri dínamík í einu öflugu blaði. Eftir talsvert rennerí á ritstjórum á Austurlandi þá held ég að það hafi verið farið að minnka talsvert á batteríunum hjá baklandi Austurlands. Sama fólkið var búið að standa í þessu ansi lengi og það höfðu skipst á skin og skúrir.38

Þessi orð Steinþórs varpa nokkru ljósi á þann vanda sem blöðin áttu við að etja og var einn helsti hvati þess að forsvarsmenn þeirra ræddu

HerAust: Stofn 39, Fra 2 (2).

36

HerAust: Stofn 14, Alþb. 7 (1).

HerAust: Stofn 14, Alþb. 7 (1).

37

HerAust: Stofn 14, Alþb. 7 (2) [fundargerðabók kjördæmisráðs

34 35

Alþýðubandalagsins á Austurlandi 1996–1999]. 38

Spurningakönnun. Svar Steinþórs Þórðarsonar, 19. september 2013.

93

Múlaþing

nýjar leiðir til útgáfu. Arndís Þorvaldsdóttir var blaðamaður hjá Austra í 8 ár (1990–1998). Lýsing hennar á aðdraganda að lokum útgáfu blaðsins rímar við lýsingu Steinþórs en Arndís tilgreinir þó líka aðrar ástæður: ... fjárhagsstaða [Austra] var erfið og mikil samkeppni um auglýsingar. Eins held ég að hafi verið komin þreyta í útgáfu Austra, að sumu leyti tilkomin vegna tímaleysis og menntunarskorts starfsmanna á sviði blaðamennsku. Í raun Fastir starfsmenn Austurgluggans við upphaf útgáfu blaðsins árið var aldrei tími til að vinna svo vel 2002. Frá vinstri: Katrín Oddsdóttir blaðamaður, Brynjólfur væri hvorki viðtöl eða fréttir. Einnig Þorvarðarson ritstjóri og Erla Traustadóttir framkvæmda- og augheld ég að hafi haft áhrif sú bylting lýsingastjóri. Ljósmyndari óþekktur. Eigandi myndar: Austurglugginn. sem varð á seinni hluta 10. áratugarins í fjölmiðlun sem varð til þess að Hugmyndin sem unnið var út frá fól í sér þær fréttir sem blaðið flutti höfðu yfirleitt að sameinað blað yrði með ritstjórn bæði á heyrst í ljósvakamiðlum þegar það kom Egilsstöðum og í Neskaupstað. Það yrði 12 út á öðrum degi eftir að það fór í prentun, síður til að byrja með, en yrði brátt stækkað í en þá átti pósturinn eftir að dreifa því um 16 síður. Auk blaðaútgáfunnar var hugmyndfjórðunginn. Framan af 10. áratugnum in sú að nýr fjölmiðill gæti unnið tilfallandi var vöxtur og hugur í útgáfu fréttamiðla útgáfuverkefni. Starfsmannafjöldi yrði að á landsbyggðinni. [...] En svo var eins lágmarki sá sami og samanlagður þáverandi og drægi allan mátt úr þessum miðlum í starfsmannafjöldi Austra og Austurlands.40 kringum aldamótin.39

Sumarið 1997 sendu forsvarsmenn Austra og Austurlands sameiginlegt erindi til Þróunarfélags Austurlands. Þar er óskað eftir aðstoð Þróunarfélagsins, í formi ráðgjafar og greiningar, við könnun á möguleikum á sameiningu blaðanna. Bréfið var ritað samkvæmt samþykkt nefndar á vegum blaðanna (með fjórum fulltrúum frá hvoru). Nefndinni var ætlað að afla upplýsinga sem síðan yrðu lagðar til grundvallar við ákvarðanatöku. 39

Þróunarfélagið svaraði erindi blaðanna í júní 1997. Í svari þess er tekið jákvætt í hugmyndirnar en lögð áhersla á að nýr fjölmiðill nýti sér að a.m.k. tvær leiðir til dreifingar efnis, þ.e. blaða- og netútgáfu.41

Endalok útgáfu Austra Eitthvað stóð í aðstandendum Austra og Austurlands að taka skrefið í átt til sameiningar árið 1997. Þann 7. nóvember það ár ritar Jörundur Ragnarsson, þáverandi útgáfustjóri Austra,

Spurningakönnun. Svar Arndísar Þorvaldsdóttur, 30. september

40

HerAust: Stofn 150, ÞFA 5 (7) [skjöl Þróunarfélags Austurlands].

2013.

41

HerAust: Stofn 150, ÞFA 5 (7).

94

Tilvistarkreppa og hægfara dauðastríð

bréf til blaðstjórnar þar sem hann gerir grein fyrir stöðu blaðsins. Af bréfinu að dæma er sameining blaðanna ekki lengur í bígerð. Jörundur lýsir stöðu Austra í stuttu máli svo að áskrifendum fækki jafnt og þétt (að jafnaði um 2-3 á viku) og umbrotsmaðurinn sé að hætta. Tölvukosturinn bili reglulega, viðgerðarkostnaður sé „óheyrilegur“ og endurnýjun tölvubúnaðar verði mjög kostnaðarsöm. Síðan segir Jörundur: „Eins og ég gat um á KSFA þinginu er bullandi halli á blaðinu það sem af er þessu ári. Þó svo að starfsmönnum hafi verið fækkað, áskriftin hækkuð og reynt að spara er ljóst að eitthvað þarf að koma til.... Ég fer ekki af þeirri skoðun að ef blaðið á að koma áfram út verður Flokkurinn að leggja blaðinu til verulega styrki. Ef ekki, er langbest að hætta útgáfunni strax. Ekki safna meiri vanda.“42 Bréfið endar Jörundur á að minna á að ráðningartími sinn sé að renna út og má skilja af bréfinu að hann ætli ekki að halda áfram. Þrátt fyrir ákveðna skoðun útgáfustjórans (sem lét af störfum í maí 1998) var rekstri blaðsins framhaldið og nýtt fólk kom til starfa. Sumarið 1999 er tilvistarbarátta Austra orðin afar erfið. Þá ritar Ingólfur Friðriksson umbrotsmaður Austra blaðstjórn bréf þar sem hann gerir grein fyrir stöðunni sem blasir við honum. Blaðamennirnir séu báðir að hætta á næstunni, sem og útgáfustjórinn og bókarinn. Ingólfur segist ekki sjá betur en að innan skamms verði hann eini starfsmaður Austra. Hann vill því vita hvað sé framundan í útgáfu blaðsins.43 Veturinn 1999–2000 voru forsendur fyrir útgáfu Austra endanlega að bresta. Á fundi blaðstjórnar 3. janúar 2000 var farið yfir framtíðarhorfur og fjárhagsstöðu blaðsins HerAust: Stofn 39, Fra 3 (6) [bréf er varða Vikublaðið Austra

42

og samþykkt að skoða nánar sameiningu við Austurland og útgáfu eins óháðs fréttablaðs. Þann 24. mars er aftur haldinn blaðstjórnarfundur og var þá fært til bókar að viðræður við Austurland hafi ekki borið árangur. Fyrir þeim fundi lá bréf frá Jörundi Ragnarssyni, sem aftur var tekinn við sem útgáfustjóri. Yfirskrift bréfsins er „Framtíð Austra“. Í því kemur fram að halli var á rekstri ársins 1999 og þó tekjuöflun í nóvember og desember hafi gengið vel hafi það ekki dugað til. Þrátt fyrir að stöðugildum hafi fækkað úr fjórum í 2,4 sé samt ekki rekstrargrundvöllur. Áskrifendum haldi áfram að fækka og stærstu auglýsendur séu farnir að horfa annað. Breytingar á auglýsingamarkaði hafi leitt til að Austri sitji eftir. Netsíður dragi til sín athygli og þær, ásamt sérútgefnum auglýsingablöðum, taki auglýsingarnar. Jörundi þykir enn skorta vilja til að sameina Austurland og Austra í eitt blað. Því er niðurstaða hans sú að leggja beri útgáfuna niður sem fyrst, enda geri hún ekki annað en að safna skuldum.44 Rúmum mánuði síðar (30. apríl) ákvað blaðstjórn að hætta vikulegri útgáfu blaðsins.45 Jóni Kristjánssyni farast svo orð um lok útgáfu Austra: Orsökin var hallarekstur og okkur tókst ekki að fá nægar auglýsingatekjur til þess að standa undir kostnaði. Þar að auki var útgáfa tengd stjórnmálaflokkum á undanhaldi á þeim tíma sem Austri hætti og við sem næst þessu stóðum gátum hugsað okkur að fara í félag með öðrum um útgáfu fjórðungsblaðs, sem við reyndar gerðum því ég man ekki betur en að við höfum lagt fram áskrifendaskrá okkar í Austurgluggann á sínum tíma. Blaðið var eins og fram 44

Skjöl frá Jóni Kristjánssyni, fyrrum ritstjóra vikublaðsins Austra [bréf Jörundar Ragnarssonar til blaðstjórnar Austra, dags.

frá tímabilinu 1997–2000]. Með skammstöfunni KSFA er hér átt við Kjördæmissamband Framsóknarmanna á Austurlandi. HerAust: Stofn 39, Fra 3 (6).

43

13. mars 2000]. 45

HerAust: Stofn 39, Fra 2 (2).

95

Múlaþing

hefur komið tengt Framsóknarflokknum í hugum fólks sem rétt var. Þetta setti sitt mark á auglýsingaöflunina og afkomuna. Hins vegar varð ég þess rækilega var þegar blaðið var lagt niður að fólk sá eftir þessum miðli og var það ekki bundið við stjórnmálaskoðanir.46

Útgáfu Austurlands hætt Austurland hélt áfram útgáfu út árið 2000. En þann 25. janúar 2001 birtist tilkynning á forsíðu þar sem boðað er hlé á útgáfu blaðsins. Lesendur og auglýsendur voru beðnir velvirðingar á þessu hléi en boðað er að það verði notað „til að skapa forsendur fyrir öflugu framtíðarblaði.“47 Með þessu þriðja tölublaði ársins 2001 lauk útgáfu Austurlands sem vikublaðs, þó þrjú tölublöð ættu eftir að líta dagsins ljós áður en útgáfu blaðsins var endanlega hætt. Henni lauk með 50 ára afmælisútgáfu þann 31. ágúst 2001. Þann 1. maí kom út fjórða tölublað Austurlands árið 2001 og var það að mestu helgað baráttudegi verkalýðsins. Í því blaði var þó einnig að finna grein þar sem skýrt var frá undirbúningsvinnu við stofnsetningu væntanlegs fjórðungsblað. Þar er sagt frá því að stofnað hafi verið félag sem nefnist Árblik um eigur Austurlands. Það félag leggi eignir fram sem hlutafé í væntanlegt útgáfufélag, en þar var um að ræða húsnæði, búnað og áskrifendalista. Árblik hafði einnig fengið almannatengsla- og útgáfufélagið Athygli í Reykjavík til liðs við væntanlegt útgáfufélag. Greininni lauk á hvatningu til Austfirðinga um að fylkja sér að baki nýja útgáfufélaginu, m.a. með því að fyrirtæki og einstaklingar leggi fram hlutafé. „Það er afar brýnt fyrir Austfirðinga að eiga málgagn og fréttablað þar sem tekið er á málum út frá austfirskum

sjónarmiðum.“48 Á forsíðu sjómannadagsblaðs Austurlands sem kom út 7. júní 2001 er áréttað að undirbúningur nýs fjórðungsblaðs sé í fullum gangi. Sérstaklega er tilgreint að nýja félaginu sé ætlað víðtækara hlutverk í útgáfu en það eitt að gefa út svæðisblað.49 Tengslin milli Austurgluggans og forvera hans, Austra og Austurlands, eru greinileg. Starfsmenn Austurgluggans, sem tjáðu sig um upphaf útgáfu blaðsins í svörum við spurningakönnuninni, eru samdóma um að meginhvatinn hafi verið sú skoðun að fjórðungurinn þyrfti að hafa málgagn og birtingarmynd í samfélaginu. Hálfrar aldar samfelld útgáfa svæðisblaða á Austurlandi hafði rofnað og við það myndaðist tómarúm sem þörf var talin að fylla.

Lokaorð Saga Austra og Austurlands síðustu tvo áratugi útgáfu blaðanna sýnir að aðgreining blaða í flokksmálgögn og óháð fréttablöð er ekki eins skýr og oft var af látið. Þá breytingu sem gerð var á rekstri blaðanna á 9. áratugnum, þegar þeim var breytt í fyrirtæki í stað þess að byggja að miklu leyti á sjálfboðavinnu, má líta á sem viðbrögð við breytingum sem þá áttu sér stað í íslenskri fjölmiðlun. Sá andróður sem þá var gegn flokksmálgögnum hafði m.a. hugarfarsleg áhrif sem sköpuðu og viðhéldu tortryggni gagnvart flokksmálgögnum almennt, hvort sem þau voru gefin út á landsvísu eða svæðisbundið. Tilburðir Austra og Austurlands til að breytast í fjórðungsblöð sem einbeittu sér að hlutlægum og ópólitískum fréttaflutningi báru ákveðinn árangur og áttu sinn þátt í að blöðin lifðu allt

[Ritstjórn] „Nýtt blað í burðarliðnum. Unnið að stofnun óháðs

48

austfirsks fréttablaðs“, Austurland, 4. tbl., 51. árg. (1. maí 2001), 46

Spurningakönnun. Svar Jóns Kristjánssonar, 26. september 2013.

[Ritstjórn] „Útgáfuhlé“, Austurland, 3. tbl., 51. árg. (25. janúar

47

2001), s. 1.

96

s. 5. 49

[Ritstjórn] „Nýtt, óháð austfirskt fréttablað“, Austurland, 5. tbl., 51. árg. (7. júní 2001), s. 1.

Tilvistarkreppa og hægfara dauðastríð

til aldamóta. Ljóst er þó að undir það síðasta voru þau rekin meir af vilja en mætti. Aðdragandinn að stofnun Austurgluggans var langur. Hann byggði á arfleifð gömlu blaðanna en eignarhaldið var annað. Blaðið var í meirihlutaeigu hagsmunaaðila á svæðinu en án beinna tenginga við stjórnmálaflokka. Það má velta því fyrir sér hvort pólitíkinni hafi í raun sleppt í blaðaútgáfu á Íslandi við það að flokksmálgögn lögðust af. Tók hún e.t.v. einungis á sig annað form og duldara, þ.e. breyttist í hagsmunapólitík sterkra aðila í samfélaginu í stað opinberrar flokkapólitíkur? Í austfirsku samhengi má þá velta fyrir sér hver sé annars vegar munurinn á því sem kallað er „hagsmunir Austurlands“ og að blað sé kynnt sem „málsvari svæðisins“ og hins vegar því að málgagn stjórnmálaflokks haldi fram stefnu og áherslum þess flokks. Munurinn er væntanlega nokkur, en mig grunar að í raun sé hann minni en ætla mætti. Draumurinn um að skapa eitt sterkt svæðisblað úr tveimur veikari rættist ekki. Ritstjórn Austurgluggans var að fáum árum liðnum orðin álíka fámenn eða fámennari en ritstjórnir forveranna. Strax á fyrstu starfsárum blaðsins gekk tekjuöflun ekki sem skyldi sem hafði svo bein áhrif á möguleika blaðsins til efnisöflunar og -vinnslu, þar sem fækkun á ritstjórn þýðir aukið vinnuálag þegar færra fólk er til staðar til að fylla sama síðufjölda. Tilkoma fríblaða og öflugri netmiðlun hefur gert að verkum að fólk er orðið vant því að þurfa ekki að borga fyrir fréttir og viðtöl með áskriftum heldur hafa aðgang að þeim án endurgjalds. Þetta skapar nýjan rekstrarlegan þröskuld fyrir fréttamiðla, ekki síst svæðismiðla, sem reiða sig á áskriftartekjur til viðbótar við auglýsingatekjur.

Við upphaf tímabilsins sem þessi rannsókn nær til (árið 1985) var í gangi áköf umræða um á hvaða forsendum fjölmiðlar skyldu reknir. Þó að sú umræða hafi orðið æði svarthvít á köflum og verið stillt upp í „frjálsa pressu“ gegn flokksmálgögnum, þá var raunveruleg umgjörð blaðanna ekki alltaf svona skýrum línum dregin. Austfirsku svæðisblöðin sem þá voru gefin út, Austri og Austurland, voru bæði flokksmálgögn og fyrirtæki og byggðu tekjuöflun sína á auglýsingatekjum og áskriftum eða lausasölu. Þau voru því rekstrarlega undir svipaða sök seld og blöð án tengsla við stjórnmálaflokka. Austri naut þó stundum einhverra útgáfustyrkja frá Framsóknarflokknum en útgáfustyrkir Alþýðubandalagsins skiluðu sér ekki til útgáfu Austurlands. Bein fjárhagsleg tengsl þessara blaða voru því frekar við aðila innan fjórðungs en við stjórnmálaflokkana sem áttu blöðin. Kaupfélögin á Austurlandi auglýstu reglulega í Austra en útgerðarfyrirtæki í Neskaupstað voru dyggustu auglýsendur Austurlands. Að þessu leyti var fjárhagslegur grunnur austfirsku flokksmálgagnanna ekki ósvipaður þeim sem Austurglugginn (arftaki fyrrnefndu blaðanna) hefur byggt á, þ.e. að reiða sig á auglýsingatekjur frá stórum atvinnurekendum á svæðinu. Þegar aldamótin gengu í garð stóðu Austri og Austurland ein eftir á landinu sem opinber málgögn stjórnmálaflokka. Tilvistarkreppa þessarar tegundar útgáfu hafði þá fyrir löngu þróast yfir í hægfara dauðastríð. Með lokum útgáfu Austurlands árið 2001 hætti síðasta yfirlýsta flokksmálgagn landsins að koma út. Næstum aldarlöngu tímabili dag- eða vikublaðaútgáfu beintengdri stjórnmálaflokkum var lokið.

97

Lihat lebih banyak...

Comentários

Copyright © 2017 DADOSPDF Inc.